top of page

Aronia melanocarpa 'Viking'

Logalauf

Rósaætt

Rosaceae

Hæð

1,5 m

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júní

Blómgerð

-

Aldin

svört ber

Lauflitur

dökk grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

þarf þokkalega gott skjól

Heimkynni

garðaafbrigði

Ættkvíslin Aronia, logalauf, er lítil ættkvísl þriggja tegunda í rósaætt, Rosaceae, sem allar eiga heimkynni í austanverðri N-Ameríku. Þetta eru lauffellandi runnar sem blómstra hvítum blómum og þroska æt ber.

Fjölgun:


Sumargræðlingar.


Logalauf er lauffellandi runni sem blómstrar hvítum blómum og þroskar svört, æt ber. Það fær eldrauða haustliti ef það vex á nægilega björtum stað, í meiri skugga verða litirnir gulir og appelsínugulir. Þarf mjög sólríkan stað til að þroska ber. Garðfuglar sækja mjög í berin og hreinsa þau jafnvel upp áður en þau eru fullþroskuð. Þrífst best í veiksúrum, frjóum jarðvegi, en gerir ekki aðrar kröfur og þolir bæði þurrk og blautan jarðveg.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page