top of page
Mýrastigi

Tsuga canadensis 'Nana'

Skógarþöll

Kanadaþöll

Þallarætt

Pinaceae

Hæð

um 60-90 cm

Blómlitur

Blómgun

Blómgerð

Aldin

könglar

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

takmörkuð reynsla, virðist viðkvæm

Heimkynni

garðayrki

Ættkvíslin Tsuga, þallir, tilheyrir þallarætt, Pinaceae og telur um 10 tegundir með heimkynni í N-Ameríku og Asíu. Þallir hafa stutt, mjúkt barr og slútandi toppsprota. Þær eru nokkuð skuggþolnar.

Fjölgun:


Síðsumarsgræðlingar, vetrargræðlingar


Skógarþöll vex í austanverðri N-Ameríku og verður stæðilegt tré. 'Nana' er dvergvaxið afbrigði með flatan vöxt sem verður ekki hærra en 60-90 cm á hæð. Það þarf skjólgóðan vaxtarstað í sól eða hálfskugga í rökum, vel framræstum jarðvegi í súrari kantinum. Hún þolir ekki kalk. Reynsla hér á landi er afar takmörkuð en þetta yrki virðist vera viðkvæmt hér.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page