top of page
Mýrastigi

Rosa rugosa 'Alba'

Ígulrós

Ígulrósir

Uppruni

óþekktur, um 1800. Tegundin vex villt í Japan og Kína.

Hæð

1 - 2 m

Blómlitur

hvítur

Blómgerð

einföld

Blómgun

síblómstrandi, frá júlí fram á haust

Ilmur

sterkur

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, sendinn, rýr

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

mjög harðgerð, RHF1

Villirósir eru, eins og nafnið bendir til, villtar tegundir og sortir af þeim sem eru ekki mikið kynblandaðar. Það eru um 150 villtar tegundir rósa sem vaxa á norðurhveli jarðar og geta verið mjög breytilegar innan tegundar. Þessar rósir eru formæður allra garðrósa.


Ígulrósir eru lítið kynbætt afbrigði af ígulrós, Rosa rugosa.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 2

Mjög harðgerð runnarós með einföldum, hvítum blómum. Blómstrar frá júlí fram á haust og þroskar dökkrauðar nýpur.

"Mjög harðgerð ígulrós sem blómstrar í lok júlí og fram eftir ágúst 2.m. á hæð
þarf grisjunar við á vorin ilmar mikið H.1. Ísl."

- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page