![]() |
---|
Rosa sweginzowii
Hjónarós
Villirósir
Uppruni
vex villt í Kína
Hæð
yfir 3 m
Blómlitur
bleikur
Blómgerð
einföld
Blómgun
einblómstrandi, lok júní - júlí
Ilmur
daufur
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, rakur, frjór, lífefnaríkur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
nokkuð harðgerð, RHF2
Villirósir eru, eins og nafnið bendir til, villtar tegundir og sortir af þeim sem eru ekki mikið kynblandaðar. Það eru um 150 villtar tegundir rósa sem vaxa á norðurhveli jarðar og geta verið mjög breytilegar innan tegundar. Þessar rósir eru formæður allra garðrósa.
Erlendir harðgerðiskvarðar:
USDA zone: 6b
Mjög hávaxin runnarós með einföldum, bleikum blómum.
"Þessi rós er orðin 30 ára ekkert kalið er reyndar í góðu skjóli, blómstrar um mánaðamót júní júlí og ilmar mikið, kemur svo með mjög falleg óransrauð aldin á hausti bragðgóð með eplabragði, er talsvert á fjórða meter á hæð H.2.Ísl"
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009