top of page

Rosa x sp. 'Minette'

sh. 'Mustialanruusu'; 'Rosa x suionum; 'Nordens Rose'; 'Dornenlose Kreiselrose'

Villirósir

Uppruni

óþekktur

Hæð

1 - 1,5 m

Blómlitur

bleikur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

einblómstrandi, júlí - ágúst

Ilmur

daufur

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, frjór, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð, RHF1

Villirósir eru, eins og nafnið bendir til, villtar tegundir og sortir af þeim sem eru ekki mikið kynblandaðar. Það eru um 150 villtar tegundir rósa sem vaxa á norðurhveli jarðar og geta verið mjög breytilegar innan tegundar. Þessar rósir eru formæður allra garðrósa.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 3b

Skandínavíski kvarði: H7

Þessi rós er mikil ráðgáta. 'Minette' var skráð af Vibert í Frakklandi 1819 og var hún þá skráð sem centifolia rós. Í seinni tíð hefur hún verið flokkuð sem bjarmarós (alba). En nú eru uppi efasemdir um að sú rós sem er í dreifingu undir þessu heiti sé sama rósin og Vibert ræktaði á 19. öld. Hún þykir ekki passa inn í neinn af antíkrósaflokkunum, svo hún er hér flokkuð með villirósunum, undir ótilgreindri tegund. Þessi sort sem er í dreifingu undir heitinu 'Minette er talin sama rós og gamlar sænskar og finnskar sortir. Hún er nokkuð harðgerð, en hefur þann leiða galla að blómin þola illa rigningu.

"Mjög harðgerð Bjarmarós og blómsæl. Blómstrar allan júli mánuð ilmandi blómum, en hefur þann galla að þola ekki rigningartið um blómgunartímann, þá rotna blómaknúpparnir og vilja ekki opnast. Rósin er um 1,2.m.á hæð. H.1.Ísl."

- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page