top of page
Mýrastigi

Acaena inermis 'Purpurea'

Móðulauf

Rósaætt

Rosaceae

Height

jarðlæg, 5 - 10 cm

Flower color

hvítur

Flowering

júlí

Leaf color

purpurarauður

Lighting conditions

sól - hálfskuggi

Soil

vel framræstur, blandaður vikri eða fínni möl

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

sæmilega harðgerður

Homecoming

Nýja-Sjáland

Ættkvíslin Acaena, rósalauf, tilheyrir rósaætt, Rosaceae. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er að mestu bundið við suðurhvel jarðar, Nýja-Sjáland, Ástralíu og Suður-Ameríku. Þetta eru jarðlægar jurtir eða  hálfrunnar með smágerðu laufi sem minnir á rósalauf og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Þetta eru fallegar þekjuplöntur með litfögru laufi í ýmsum litbrigðum s.s. blágráu eða bronslitu.

Fjölgun:


Skipting að vori


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma.


Jarðlægur hálfrunni sem myndar breiðu af purpurarauðu, smágerðu laufi sem minnir á rósalauf. Það þrífst best á sólríkum stað, en getur þolað skugga part úr degi. Jarðvegurinn þarf að vera vel framræstur og helst blandaður vikri eða fínni möl, því það þolir illa blautan jarðveg, sérstaklega að vetrarlagi. Blómin eru mjög smá í kúlulaga sveip, kremhvít. Það blómstrar treglega hér á landi og er ræktað vegna lauflitarins.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page