top of page

Acinos alpinus

Fjallabursti

Varablómaætt

Lamiaceae

Height

jarðlægur, um 5 - 10 cm

Flower color

fjólublár

Flowering

júlí - ágúst

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, vikur eða malarblandaður

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

frekar viðkvæmur

Homecoming

fjalllendi í S-Evrópu

Acinos er lítil ættkvísl um 10 tegunda sem tilheyra varablómaætt, Lamiaceae, með heimkynni í S-Evrópu og V-Asíu. Þetta eru lágvaxnar eða jarðlægar plöntur sem þurfa sólríkan vel framræstan vaxtarstað. Acinos er komið af gríska orðinu akinos sem merkir lítil, ilmandi planta.

Fjölgun:


Skipting að vori


Sáning - sáð að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Jarðlægur hálfrunni sem er í viðkvæmari kantinum. Þarf mjög gott frárennsli og mögulega vetrarskýli til að lifa. Getur verið að hann þrífist betur þar sem hann fær að kúra undir snjó yfir veturinn. Fjallaplanta úr fjöllum S-Evrópu.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page