Aconitum x cammarum 'Bicolor'
Fagurhjálmur
Sóleyjaætt
Ranunculaceae
Height
hávaxinn, um 180 cm
Flower color
tvílitur, hvítur og fjólublár
Flowering
ágúst
Leaf color
dökk grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
frjór, rakur, lífefnaríkur, vel framræstur, þolir flestar jarðvegsgerðir
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerður
Homecoming
garðaafbrigði
Ættkvíslin Aconitum, bláhjálmar tilheyrir sóleyjaætt, Ranunculaceae og eins og margar ættkvíslir þeirrar ættar eru bláhjálmar eitraðir. Flestir raunar svo eitraðir að á ensku nefnast þeir "wolf's bane" eða úlfabanar og voru vinsæl aðferð hjá kóngafólki fyrri alda til að ryðja keppinautum úr vegi. Bláhjálmar eru harðgerðir og þola nokkurn skugga, en of mikill skuggi getur þó komið niður á blómgun. Þeir kunna best við sig í frjósömum, heldur rakaheldnum en þó gljúpum jarðvegi enda vaxa flestar tegundir á fjallaengjum á norðurhveli jarðar.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Hávaxið garðaafbrigði með tvílitum blómum, hvítum og fjólubláum. Þetta er gamalt yrki sem hefur verið í ræktun í íslenskum görðum í áratugi og reynst harðgert og auðræktað. Þrífst í flestum jarðvegsgerðum, en kjöraðstæður eru frjór, lífefnaríkur jarðvegur sem er þornar ekki.