top of page

Alchemilla alpina

Ljónslappi

Rósaætt

Rosaceae

Height

lágvaxin, um 5 - 20 cm

Flower color

ljós grænn

Flowering

júní

Leaf color

skærgrænn

Lighting conditions

sól - hálfskuggi

Soil

frekar rýr, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgerður

Homecoming

Evrópa og S-Grænland

Döggblöðkur, Alchemilla, er ættkvísl jurta í rósaætt, Rosaceae. Þær eru blaðfagrar og þó blómin láti lítið yfir sér eru ljósgrænir sveipirnir mikið skraut sem fer afar vel með öðrum plöntum. Langflestar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í norðanverðri Evrasíu, en einnig eru nokkrar tegundir sem eiga heimkynni í fjöllum Afríku og í Norður-Ameríku. Þrjár tegundir vaxa villtar á Íslandi (*).

Fjölgun:


Skipting að vori


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C

Ljónslappi er algengur um allt land og vex frá láglendi og upp til fjalla. Hann er ljómandi snotur steinhæðaplanta með sitt fallega, glansandi, skærgræna lauf sem er silfrað á neðra borði. Gulgræn blómin eru falleg uppfylling með öðrum litum.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page