Allium cyathophorum var. farreri
Bikarlaukur
Laukætt
Alliaceae
Height
lágvaxinn, um 15-30 cm
Flower color
purpurarauður
Flowering
júlí
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust
Toughness
harðgerður
Homecoming
Kína
Ættkvíslin Allium, laukar, tilheyrir laukætt, Alliaceae. Hún inniheldur ekki bara matlaukana sem við þekkjum, heldur einnig nokkrar fallegar garðplöntur. Þetta er afar stór ættkvísl sem inniheldur hátt í 1000 tegundir sem flestar eiga heimkynni í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar.
Fjölgun:
Laukar settir niður að hausti.
Skipting að vori. Hnaus stunginn varlega upp og laukar losaðir í sundur. Það er mikilvægt að passa að stinga ekki í laukana.
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.
Fíngerð og lágvaxin lauktegund með einhliða klasa af fjólubláum blómum. Virðist vera mjög harðgerður og skuggþolinn. Þrífst samt best í vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga.