Androsace carnea ssp. rosea
Fjallaberglykill
Maríulykilsætt
Primulaceae
Height
lágvaxinn, um 10 cm
Flower color
bleikur
Flowering
apríl-maí
Leaf color
dökkgrænn
Lighting conditions
sól
Soil
grýttur, vel framræstur jarðvegur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
þrífst vel ef jarðvegur er ekki of þéttur og blautur
Homecoming
austanverð Pýreneafjöll og vestanverðir Alpar
Berglyklar, Androsace, tilheyra maríulykilsætt, Primulaceae. Í ættkvíslinni eru um 100 tegundir sem allar eru háfjallaplöntur sem þrífast best í grýttum jarðvegi á sólríkum stað.
Fjölgun:
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.
Vorblómstrandi háfjallaplanta sem blómstrar bleikum blómum í apríl - maí. Hann vex best í sól og vel framræstum, grýttum jarðvegi. Hann þolir illa vetrarbleytu og þar sem vetur eru blautir vex hann best í góðum halla, t.d. steinhleðslu.