Androsace hedreantha
Balkanberglykill
Maríulykilsætt
Primulaceae
Height
lágvaxinn, um 5 cm
Flower color
fölbleikur
Flowering
apríl-maí
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
grýttur, vel framræstur jarðvegur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
viðkvæmur fyrir vetrarbleytu, þarf mjög gott frárennsli.
Homecoming
fjöll á Balkanskaga
Berglyklar, Androsace, tilheyra maríulykilsætt, Primulaceae. Í ættkvíslinni eru um 100 tegundir sem allar eru háfjallaplöntur sem þrífast best í grýttum jarðvegi á sólríkum stað.
Fjölgun:
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.
Smávaxin fjallaplanta sem fer vel í steinhæðum eða steinhleðslum. Blómin eru mjög fölbleik, næstum hvít. Hann getur verið spar á blómin og er viðkvæmur fyrir vetrarbleytu og þarf mjög gott frárennsli eða vetrarskýli.