top of page
Mýrastigi

Anemone multifida 'Rubra'

Mjólkursnotra

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Height

lágvaxin, um 30 cm

Flower color

dökkbleikur

Flowering

júní-júlí

Leaf color

dökkgrænn

Lighting conditions

sól-hálfskuggi

Soil

vel framræstur, næringarríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgerð

Homecoming

N-Ameríka

Snotrur, Anemone, tilheyra sóleyjaætt, Ranunculaceae og líkjast mjög sóleyjum. Þær vaxa einkum á norðlægum slóðum og upp til fjalla. Margar blómstra á vorin eða snemmsumars, þó nokkrar, eins og haustsnotra, blómstri síðsumars.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að vori. Fræ geymist illa svo best er að geyma það í kæli þar til því er sáð.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar. Ef fræ spírar ekki, getur það þurft kaldörvun í 3-4 vikur, svo aftur stofuhita.


Sáning - sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram á vor. Spírar best við 18-20°C, svo best er að taka sáninguna inn þegar fer að hlýna.

Lágvaxin, fíngerð planta með fínskiptu laufi og dökkbleikum blómum. Hún vex best í vel framræstum, næringarríkum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Ef hún er í of miklum skugga og of þéttum jarðvegi getur hún drepist, en hún er harðgerð við rétt skilyrði.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page