top of page
Mýrastigi

Anticlea elegans

sh. Zigadenus elegans

Mjallarkirtill

Ferlaufungsætt

Melanthiaceae

Height

meðalhár, um 30 - 40 cm

Flower color

gulhvítur með grænum blettum

Flowering

júlí - ágúst

Leaf color

dökkgrænn

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, sendinn, rakur, kalkríkur

pH

hlutlaust - basískt

Toughness

virðist nokkuð harðgerður

Homecoming

vestanverð N-Ameríka

Ættkvíslinni Zigadenus, eiturkirtlum,  var fyrir nokkru skipt upp og er nú aðeins ein tegund eftir í þeirri ættkvísl, Z. glaberrimus. Aðrar tegundir þeirrar ættkvíslar og einnig þrjár tegundir ættkvíslarinnar Stenanthium, hafa verið fluttar í ættkvíslina Anticlea. Þetta eru eitraðar laukplöntur með heimkynni í Asíu og N-Ameríku.

Fjölgun:


Laukar að hausti.


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í september - nóvember.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita í 6 vikur og síðan úti fram að spírun. Ef fræ hefur ekki spírað þegar fer að hlýna, getur þurft að taka fræið inn í stofuhita.

Nokkuð harðgerð og sérkennilega falleg planta.
Öll plantan er eitruð og heitir á ensku því óaðlaðandi nafni "mountain death camas". Nafnið er dregið af því að laukarnir líkjast matlaukum og laukum indíánalilju, Camassia, en eru mjög eitraðir og drógu marga landnema í vesturríkjum Bandaríkjanna til dauða þegar þeir voru teknir í misgripum fyrir æta lauka. Laufið er einnig eitrað og getur dregið búfénað til dauða, en það líkist mjög grasi.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page