Campanula betulifolia
Birkiklukka
Bláklukkuætt
Campanulaceae
Height
lágvaxin, um 10 cm
Flower color
kremhvítur
Flowering
júlí
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
vel framræstur, blandaður grófum sandi, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
þrífst vel ef frárennslið er gott
Homecoming
NA-Tyrkland
Ættkvíslin Campanula, bláklukkur, er stærsta ættkvísl bláklukkuættarinnar, Campanulaceae, með yfir 500 tegundum sem dreifast um norðurhvel jarðar, flestar við Miðjarðarhaf og austur til Kákasus. Tegundir ættkvíslarinnar eru mjög fjölbreyttar frá lágvöxnum háfjallaplöntum, til stórvaxinna engja og skógarplantna. Tvær tegundir, bláklukka og fjallabláklukka, vaxa villtar á Íslandi.
Fjölgun:
Græðlingar snemmsumars. Nýir stilkar slitnir af áður en knúppar myndast og settir í vikurblandaða mold. Geymt á skýldum stað, ekki í sterkri sól.
Sáning – sáð síðvetrar.
Fræ rétt hulið og haft við 20°C fram að spírun. Spírar hægt, getur tekið 3 mánuði. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar. Einnig er hægt að setja fræið í kæli í 8 vikur og hafa það svo við 20°C fram að spírun.
Hefur hangandi vaxtarlang sem nýtur sín best í steinhleðslu.