top of page
Mýrastigi

Centaurea dealbata

Silfurkornblóm

Körfublómaætt

Asteraceae

Height

hávaxið, 80 - 100 cm

Flower color

purpurableikur

Flowering

lok ágúst - september

Leaf color

grænn, silfraður á neðra borði

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, rýr

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgert

Homecoming

Kákasus

Kornblóm, Centaurea, er stór ættkvísl um 350 - 600 tegunda  í körfublómaætt, Asteraceae. Tegundir ættkvíslarinnar vaxa eingöngu á norðurhveli, flestar í Miðausturlöndum. Einkenni ættkvíslarinnar eru blómkollar sem samsettir eru úr frjóum pípukrónum í miðju og ófrjóum reifarblöðum í kring.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að vori.

Fræ ekki hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Hávaxin planta sem myndar breiðan brúsk af grænu, fjaðurskiptu laufi sem er silfrað á neðra borði með purpurableikum blómum. Það þarf stuðning annars leggst allur brúskurinn niður. Það þarf sólríkan stað og vex best í vel framræstum, frekar rýrum jarðvegi. Það er mjög þurrkþolið, en þolir illa blautan jarðveg.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page