Cyananthus lobatus
Sandheiður
sh. Loðbikar
Bláklukkuætt
Campanulaceae
Height
jarðlægur, < 5 cm
Flower color
blár
Flowering
ágúst - september
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
vel framræstur, rakur
pH
súr
Toughness
virðist þrífast vel
Homecoming
Himalajafjöll
Heiðjurtir, Cyananthus, er ættkvísl um 30 tegunda í bláklukkuætt, Campanulaceae, sem allar eiga heimkynni í háfjöllum Mið- og Austur-Asíu, margar í Himalajafjöllum. Þetta eru yfirleitt jarðlægar plöntur með nokkuð stórum blómum sem eru stök á hverjum blómstöngli, oftast blá, en geta líka verið hvít eða gul.
Fjölgun:
Græðlingar snemmsumars.
Blómlaus stilkur rifinn frá alveg niður við jörð og stungið í vikurblandaða pottamold. Haldið röku á skýldum stað, ekki í sterkri sól þar til græðlingurinn hefur rótað sig.
Sáning - sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og sett út eða í kæli fram á vor, síðan haft við stofuhita fram að spírun.
Jarðlæg steinhæðaplanta með smágerðu laufi og stórum, bláum blómum. Þarf vel framræstan, súran jarðveg og sólríkan stað.