top of page
Mýrastigi

Cyclamen coum

Kákasusalpafjóla

Maríulykilsætt

Primulaceae

Height

lágvaxin, um 5-10 cm

Flower color

bleikur

Flowering

febrúar - apríl

Leaf color

grænn með silfruðu mynstri

Lighting conditions

hálfskuggi

Soil

vel framræstur, lífefnaríkur

pH

súr

Toughness

takmörkuð reynsla, viðkvæm fyrir vetrarbleytu

Homecoming

Kákasus og landsvæði við norðanvert Svartahaf

Alpafjólur, Cyclamen, er lítil ættkvísl um 23 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Heimkynni þeirra eru í Evrópu og frá botni Miðjarðarhafs austur til Kákasus og Írans. Tegundir ættkvíslarinnar eiga það sameiginlegt að mynda kringlótt hnýði og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Þær eru allar lágvaxnar, með sígrænu, leðurkenndu laufi sem er oft með silfruðu mynstri og hvítum eða bleikum blómum með aftursveigðum krónublöðum.

Fjölgun:


Sáning - sáð í janúar-febrúar.

Fræ lagt í bleyti í a.m.k. sólarhring í volgu vatni og síðan skolað, fyrst í útþynntu sápuvatni og svo hreinu vatni. Fræið er síðan rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.


Smávaxin skógarbotns planta sem þarf vel framræstan, lífefnaríkan jarðveg. Laufið er dökkgrænt með silfruðu mynstri og blómin eru í bleikum litatónum. Það er æskilegt að hreykja laufi að henni á haustin til að skýla henni yfir vetrarmánuðina. Hún er viðkvæm fyrir vetrarbleytu. Laufið visnar yfir sumarmánuðina og birtist aftur að hausti.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page