Dicentra formosa
Dverghjarta
Draumsóleyjaætt
Papaveraceae
Height
lágvaxin, um 30 cm
Flower color
bleikur
Flowering
júní - ágúst
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
næringar- og lífefnaríkur, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerð
Homecoming
Kyrrahafsströnd N-Ameríku
Hjartablóm, Dicentra, er lítil ættkvísl í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, (áður reykjurtaætt) með um 8 tegundum sem vaxa í N-Ameríku og A-Asíu. Þau hafa margskipt, þunn laufblöð og óreglugega löguð blóm sem minna oft á hjarta. Þau vaxa í sól eða hálfskugga í næringarríkri mold. Hjartablóm, Dicentra spectabilis, hefur nýlega verið flutt í sér ættkvísl, Lamprocapnos, en verður áfram haft hér undir sínu gamla heiti.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C
Fíngerð planta sem þrífst vel í skugga part úr degi.