Dicentra spectabilis 'Alba'
viðurkennt heiti: Lamprocapnos spectabilis
Hjartablóm
Draumsóleyjaætt
Papaveraceae
Height
meðalhátt, um 50-60 cm
Flower color
hvítur
Flowering
júní - júlí
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
frjór, lífefnaríkur, vel framræstur, frekar rakur
pH
hlutlaust - basískt
Toughness
nokkuð harðgert
Homecoming
tegundin vex villt í Síberíu, N-Kína, Kóreu og Japan
Hjartablóm, Dicentra, er lítil ættkvísl í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, (áður reykjurtaætt) með um 8 tegundum sem vaxa í N-Ameríku og A-Asíu. Þau hafa margskipt, þunn laufblöð og óreglugega löguð blóm sem minna oft á hjarta. Þau vaxa í sól eða hálfskugga í næringarríkri mold. Hjartablóm, Dicentra spectabilis, hefur nýlega verið flutt í sér ættkvísl, Lamprocapnos, en verður áfram haft hér undir sínu gamla heiti. Það er eina tegund nýju ættkvíslarinnar.
Fjölgun:
Skipting að vori
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.
Meðalhá planta sem þarf stuðning. Ekki eins gróskumikið og heldur viðkvæmara en bleika afbrigðið.
Var nýlega skipað í nýja ættkvísl, Lamprocapnos.