top of page
Mýrastigi

Digitalis purpurea 'Primrose Carousel'

Fingurbjargarblóm

Græðisúruætt

Plantaginaceae

Height

hávaxið, um 60 - 80 cm

Flower color

rjómagulur

Flowering

júlí - ágúst

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól - hálfskuggi

Soil

frekar vel framræstur, en vex í flestum jarðvegsgerðum

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgert

Homecoming

garðaafbrigði

Fingurbjargarblóm, Digitalis, er ættkvísl um 20 tegunda sem áður var flokkuð í grímublómaætt en hefur nú verið færð undir græðisúruætt, Plantaginaceae.  Þetta eru nokkuð hávaxnar plöntur með laufblaðahvirfingu og fingurbjargarlaga blóm í háum klösum. Þær eru mjög eitraðar. Heimkynni ættkvíslarinnar eru í V- og SV-Evrópu, V- og Mið-Asíu, Eyjaálfu og NV-Afríku.

Fjölgun:


Sáning - sáð að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Eða sáð beint út í beð. Þá þarf að merkja staðinn vel svo fræplönturnar fái að vaxa í friði.

Tvíært. Getur mögulega haldið sér við með sjálfsáningu við góð skilyrði, en sáir sér ekki mikið. Mjög eitruð planta.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page