top of page
Mýrastigi

Digitalis purpurea

Fingurbjargarblóm

Græðisúruætt

Plantaginaceae

Height

hávaxið, um 80- 110 cm

Flower color

bleikur - purpurarauður

Flowering

júlí - ágúst

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól - hálfskuggi

Soil

frekar vel framræstur, en vex í flestum jarðvegsgerðum

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgert

Homecoming

vex villt víða um tempraða belti Evrópu

Fingurbjargarblóm, Digitalis, er ættkvísl um 20 tegunda sem áður var flokkuð í grímublómaætt en hefur nú verið færð undir græðisúruætt, Plantaginaceae.  Þetta eru nokkuð hávaxnar plöntur með laufblaðahvirfingu og fingurbjargarlaga blóm í háum klösum. Þær eru mjög eitraðar. Heimkynni ættkvíslarinnar eru í V- og SV-Evrópu, V- og Mið-Asíu, Eyjaálfu og NV-Afríku.

Fjölgun:


Sáning - sáð að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.


Eða sáð beint út í beð. Þá þarf að merkja staðinn vel svo fræplönturnar fái að vaxa í friði.

Tvíært, en heldur sér við með sjálfsáningu. Blómstrar þá annað hvert ár. Sáir sér hressilega, svo best er að klippa blómstönglana og láta bara nokkra fræbelgi þroska fræ. Mjög eitruð planta.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page