top of page
Mýrastigi

Dodecatheon dentatum

Hjartagoðalykill

Maríulykilsætt

Primulaceae

Height

lágvaxinn, 20 - 25 cm

Flower color

hvítur

Flowering

júní

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól - hálfskuggi

Soil

jafnrakur, vel framræstur, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgerður

Homecoming

norðvesturhluti Kyrrahafsstrandar N-Ameríku

Goðalyklar, Dodecatheon, er lítil, einsleit ættkvísl í maríulykilsætt, Primulaceae, náskyld maríulyklum, Primula. Tegundirnar eru hver annari líkar og oft mjög erfitt að greina á milli þeirra. Allar eiga þær heimkynni í N-Ameríku og einhverjar einnig í NA-Asíu. Goðalyklar hafa laufblaðahvirfingu við jörð, með klasa af blómum á blaðlausum stilk sem hafa einkennandi aftursveigð krónublöð. Þeir þurfa rakan, næringarríkan jarðveg og þrífast í nokkrum skugga.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft í 6 vikur við stofuhita. Ef eitthvað af fræinu spírar, er því dreifplantað og svo er best að setja sáninguna út fram á vor. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.

​Lágvaxinn fjölæringur sem vex villtur í vestanverðum Bandaríkjunum í raklendi, bæði í klettum, á lækjarbökkum og á engjum. Hann þarf vel framræstan jarðveg, en þó jafnan jarðraka. Hann þolir illa þurrk.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page