top of page
Mýrastigi

Euphorbia dulcis 'Chamaeleon'

Sætumjólk

Mjólkurjurtaætt

Euphorbiaceae

Height

meðalhá, 30 - 50 cm

Flower color

grænn (blóm eru lítið áberandi)

Flowering

ágúst

Leaf color

purpurarauður

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgerð

Homecoming

Garðaarbrigði.

Mjólkurjurtir, Euphorbia, er stór og fjölskrúðug ættkvísl í mjólkurjurtaætt, Euphorbiaceae, með hátt í 2000 tegundir. Þær eiga það allar sameiginlegt að innihalda eitraðan mjólkursafa og hafa sérstaka skipan lítilfjörlegra blóma umluktum stórum litskrúðugum háblöðum. Þekktasta tegund ættkvíslarinnar er líklegast jólastjarnan, Euphorbia pulcherrima.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - er fræekta, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og geymt úti fram að spírun. Sáir sér lítillega að sjálfsdáðum og auðvelt er að flytja sjálfsáðar plöntur til.

Meðalhátt afbrigði með purpurarauðu laufi. Sáir sér lítillega. Tegundin vex villt í Evrópu, en er ekki talin áhugaverð garðplanta.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page