top of page

Dracocephalum

Drekakollar

Drekakollar, Dracocephalum, er ættkvísl um 60-70 tegunda í varablómaætt, Lamiaceae, sem flestar eiga heimkynni í Mið-Evrópu og N-Asíu. Þær tegundir sem helst eru ræktaðar hér þrífast best í frekar þurrum, rýrum jarðvegi á sólríkum stað.

Dracocephalum tanguticum

Fjalladrekakollur

Fjalladrekakollur er lágvaxin planta með bláum blómum sem fer best í steinhæð.

bottom of page