top of page

Lathyrus

Villiertur

Villiertur, Lathyrus, er ættkvísl um 160 tegunda í ertublómaætt, Fabaceae, sem eiga heimkynni í Evrópu, Asíu, A-Afríku og Ameríku. Í ættkvíslinni eru bæði tegundir sem ræktaðar eru sem skrautplöntur og til fæðu.

Lathyrus vernus

Vorertur

Vorertur eru meðal háir fjölæringar með purpurarauðum blómum.

Lathyrus vernus 'Rainbow'

Vorertur

Afbrigði af vorertum í blönduðum blómlitum, purpurarauðum, hvítum og bleikum.

Lathyrus vernus ssp. flaccidus

Vorertur

Afbrigði af vorertum með lengra og mjórra laufi en aðaltegundin og blá-fjólubláum blómum.

bottom of page