top of page

Pulmonaria

Lyfjurtir

Lyfjurtir, Pulmonaria, er ættkvísl í munablómaætt með heimkynni í Evrópu og vestanverðri Asíu. Þetta eru vorblómstrandi skógarplöntur sem eru mjög skuggþolnar.

Pulmonaria 'Sissinghurst White'

Lyfjurt

Garðaafbrigði af lyfjurt með silfurflikróttu laufi og hvítum blómum.

Pulmonaria mollis

Floslyfjurt

Floslyfjurt er meðalhá, vorblómstrandi fjölær planta sem blómstrar ríkulega í maí blómum sem opnast bleik en verða blá þegar þau eldast.

Pulmonaria rubra

Roðalyfjurt

Roðalyfjurt er harðgerð, fjölær planta sem blómstrar kóralbleikum blómum í maí.

Pulmonaria saccharata

Nýrnajurt

Nýrnajurt er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta sem blómstrar bláum blómum.

Pulmonaria saccharata 'Mrs. Moon'

Nýrnajurt

Nýrnajurt er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta sem blómstrar bláum blómum. 'Mrs. Moon' er sort með minni flekkjum á laufinu og blómum sem eru pleik í fyrstu en verða blá með aldrinum.

bottom of page