Geum rivale
Fjalldalafífill
Rósaætt
Rosaceae
Height
meðalhár, um 40 cm
Flower color
ferskjubleikur
Flowering
júní
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
frekar rakur, þolir flestar jarðvegsgerðir
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerður
Homecoming
Ísland, víða um Evrópu, Mið-Asíu og N-Ameríku.
Dalafíflar, Geum, er ættkvísl í rósaætt, Rosaceae, náskyld murum (Potentilla), en ólíkt þeim standa dalafíflar yfirleitt mjög lengi í blóma. Þeir vaxa víða um Evrópu, Asíu, Ameríku, Afríku og á Nýja-Sjálandi. Flestir vaxa best á sólríkum stöðum, en gera engar sérstakar jarðvegskröfur.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - sáð að vori.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
Íslensk tegund, algeng um allt land. Vex villtur á rökum engjum, en þrífst alveg í venjulegri garðmold.