Iris x germanica
Germanaíris
Sverðliljuætt
Iridaceae
Height
meðalhá, um 50 - 60 cm
Flower color
fjólublár, gulur og/eða hvítur
Flowering
júlí
Leaf color
grágrænn
Lighting conditions
sól
Soil
vel framræstur, sendinn
pH
hlutlaust - basískt
Toughness
takmörkuð reynsla, þolir illa vetrarbleytu
Homecoming
náttúrulegur blendingur sem vex á Miðjarðarhafssvæðinu
Sverðliljur, Iris, er stór ættkvísl hátt í 300 tegunda í sverðliljuætt, Iridaceae. Orðið iris er úr grísku og merkir regnbogi og vísar í litrík blóm ættkvíslarinnar. Nær allar tegundir vaxa um tempraða belti norðurhvels við mjög breytileg skilyrði, frá þurru fjallendi, til engja og mýra.
Fjölgun:
Laukar að hausti.
Skipting að vori.
Germanaíris er náttúrulegur blendingur dalmatíuírisar (Iris pallida) og trúðaírisar (Iris variegata) sem getur verið nokkuð breytilegur í útliti. Fjöldi garðablendinga, þar sem fleiri villtar tegundir koma við sögu, telja tugi þúsunda.