Meconopsis grandis
Fagurblásól
Draumsóleyjaætt
Papaveraceae
Height
meðalhá, um 60 cm
Flower color
blár
Flowering
miðjan júní - byrjun júlí
Leaf color
grænn
Lighting conditions
hálfskuggi
Soil
lífefna- og næringarríkur, vel framræstur, rakur
pH
súrt - hlutlaust
Toughness
harðgerð, en getur orðið skammlíf
Homecoming
Himalajafjöll
Blásólir, Meconopsis, er ættkvísl um 40 tegunda í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, sem allar utan ein, eiga heimkynni í Himalajafjöllum. Gulsólin vex villt á Bretlandseyjum og þykir nokkuð álitamál hvort hún eigi heima innan ættkvíslarinnar. Himalajategundirnar vaxa hátt til fjalla á rökum engjum með stórvöxnum maríulyklategundum (kínalykilsdeild). Þær eiga því vel saman í görðum þar sem þær kjósa rakan, frjóan jarðveg og skugga part úr degi.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - sáð að hausti eða vetri.
Fræ hefur stutt geymsluþol og ætti að geyma í kæli fram að sáningu.
Fræ þarf birtu til að spíra svo það er ekki hulið eða hulið með örþunnu lagi af sáðmold eða sandi. Haft við stofuhita í 2 vikur og síðan sett út fram að spírun.
Þolir illa þurrk yfir sumartímann. Þrífst best í frekar súrum, næringarríkum jarðvegi. Þarf stuðning.