top of page
Mýrastigi

Ranunculus amplexicaulis

Slíðrasóley

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Height

lágvaxin, um 30 cm

Flower color

hvítur

Flowering

maí

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgerð

Homecoming

fjöll í Evrópu

Sóleyjar, Ranunculus, er stór ættkvísl um 600 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni víða um heim. Latneska heitið þýðir lítill froskur og vísar í að flestar tegundir vaxa í rökum jarðvegi. Flestar blómstra að vori eða snemmsumars, oftast gulum blómum en nokkrar tegundir blómstra hvítum eða grænleitum blómum. Þær þrífast yfirleitt best í sól þó skriðsóleyin ástkæra vaxi vandræðalaust hvar sem er, jafnvel á stöðum sem sjá aldrei til sólar.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í september - nóvember.

Fræ hefur stutt geymsluþol og ætti að geymast í kæli þar til því er sáð.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita í 4 vikur og síðan úti fram að spírun. Fræ þarf að frjósa, svo það er ekki nóg að setja það í ísskáp.

Þarf vel framræstan, rakan jarðveg og sól.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page