top of page
Mýrastigi

Saxifraga callosa

Tungusteinbrjótur

Steinbrjótsætt

Saxifragaceae

Height

lágvaxinn, um 10-20 cm

Flower color

hvítur

Flowering

júní - júlí

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, rakur jarðvegur, kalkríkur

pH

basískt

Toughness

harðgerður

Homecoming

Evrópa

Steinbrjótar, Saxifraga, er stærsta ættkvísl steinbrjótsættar, Saxifragaceae, með um 440 tegundir sem dreifast um nyrðra tempraða beltið. Latneska heitið þýðir bókstaflega steinbrjótur og er talið vísa til vaxtaskilyrða margra tegunda sem vaxa í klettasprungum og grjótskriðum hátt til fjalla. Aðrar tegundir eru heldur stórvaxnari og vaxa á rökum engjum, en flestar tegundir, jafnvel þær sem vaxa í klettum vaxa þar sem raki er í jörðu eða vatn seitlar fram. Nokkrar tegundir vaxa villtar á Íslandi (*).

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í september - nóvember.

Fræ hefur stutt geymsluþol og ætti að geymast í kæli þar til því er sáð.

Fræ ekki hulið og haft við stofuhita í 4-6 vikur. Ef fræ spírar ekki á þeim tíma er það haft úti fram á vor. Þegar fer að hlýna er fræið tekið inn til að spíra.

Þrífst best í kalkríkum jarðvegi.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page