top of page
Mýrastigi

Veronica spicata ssp. incana

Silfurdepla

Græðisúruætt

Plantaginaceae

Height

lágvaxin, um 20 - 25 cm

Flower color

bláfjólublár

Flowering

júlí - ágúst

Leaf color

silfraður

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

frekar viðkvæm fyrir vetrarbleytu

Homecoming

Evrópa, Asía

Bládeplur, Veronica, er stærsta ættkvísl græðisúruættar, Plantaginaceae, með um 500 tegundir. Ættkvíslin tilheyrði áður grímublómaætt en mikil endurskoðun hefur átt sér stað á þeirri ætt og margar ættkvíslir sem tilheyrðu ættinni nú flokkaðar í græðisúruætt. Bládepluættkvíslin er einnig í endurskoðun og mögulegt að allmargar ættkvíslir verði sameinaðar henni, t.d. ættkvíslin Hebe sem er nær eingöngu bundin við Nýja-Sjáland. Flestar tegundir bládepla skv. eldri flokkun eiga heimkynni um nyrðra tempraðað beltið. Þær þrífast best í sól, en gera ekki sérstakar jarðvegskröfur, þó lágvaxnar tegundir þrífist best í sendnum, þurrum jarðvegi.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í febrúar - mars.

Fræ ekki hulið (þarf birtu til að spíra) og haft við stofuhita í 2 vikur, síðan kælt í 6 vikur og síðan aftur við stofuhita fram að spírun.

Steinhæðaplanta sem þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg. Viðkvæm fyrir vetrarbleytu.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page