
Höfuðlaukur er hávaxinn og tilkomumikill í blóma. Blómklasarnir eru stórir, á stærð við greipaldin. Blómstönglarnir eru stekir svo hann þarf ekki stuðning. Hann hefur lifað hjá mér síðan 2012 a.m.k. og eftir því sem ég man best hefur hann blómstrað árlega.
Í grasi gróinni brekku á norðanverðu Snæfellsnesi.
Sæl og blessuð, Jóhanna. Mikið er gaman að sjá nýtt andlit hér.:) Hjartans þakkir fyrir að deila þessum fallegu myndum. Virkilega flott að sjá höfuðlaukinn í þessu umhverfi. 👍
Höfuðlaukurinn nýtur sín vel í grasinu hjá þer Jóhanna 😄💗. Virkilega góð hugmynd sem ég ætti að prófa í móanum mínum