'Ballerina' er fallegt yrki af grágresi með bleikum blómum með dekkra æðaneti. Það er lágvaxið og verður þéttara og fallegra í rýrum jarðvegi þó það geti vel vaxið í venjulegri garðmold. Það hefur reynst mjög harðgert og blómsælt.