
Ég fékk þessa plöntu upp af fræi sem var merkt 'Ingwersen's Variety'. Blómin eru þó hvítari en á myndum af netinu þar sem blómin eru fölbleik. Blómin á minni plöntu eru eiginlega hvít með smá bleikri slikju í miðju blóminu, og líkjast frekar sortinni 'Album'. Fræflarnir eru bleikir og blómbikarinn dökkbleikur. Eins og hin ilmgresin er þessi planta harðgerð og gróskumikil.
Falleg planta og mikil gróska í henni. Það er alltaf að koma upp eitthvað skemmtilegt hjá þér Rannveig.