Mar 25, 2018

Jasione laevis - Blákollur

0 comments

 

Blákollur tilheyrir bláklukkuætt, en er þó nokkuð frábrugðinn bláklukkunum. Blómin eru mörg saman í kúlulaga sveip, krónublöðin mjó og bláfjólublá á lit. Hann á að vera fjölær en verður oft skammlífur og samkvæmt Garðblómabókinni hennar Hólmfríðar er þar helst um að kenna plönturuglingi, en til eru aðrar tegundir sömu ættkvíslar sem líta nánast eins út, en eru tvíærar. Það gæti hafa verið slíkum ruglingi um að kenna að minn blómstraði bara einu sinni og sást svo ekki meir, en ég ræktaði hann af fræi frá Johnson's Seeds. Þetta er ljómandi falleg steinhæðaplanta sem þarf gott frárennsli og næga sól.

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star ' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon