Apr 1, 2018

Lewisia longipetala 'Little Tutti Frutti'

1 comment

Edited: Sep 7

 

'Little Tutti Frutti' eru blendingar í blönduðum litum. Ég sáði þessari blöndu í fyrra og af þeim plöntum sem blómstruðu, voru flestar í þessum sterkbleika lit sem er á myndinni. Það á eftir að koma í ljós hvaða fleiri litir koma í ljós þegar restin blómstrar.

 

Ég gróðursetti allar plönturnar sem ég fékk úr þessari sáningu í pott, fyrir utan eina sem er úti í brekku. Pottinn geymdi ég undir borði í vetur svo hann var varinn að mestu fyrir rigningu. Plönturnar í pottinum komu vel undan vetri og blómstruðu svona fallega í lok maí - byrjun júní. Ég fékk þrjá liti, sem mér finnst frekar svekkjandi úr svona blöndu sem á að vera í mörgum litum. Þar af voru bara tvær í öðrum lit en þessum skærbleika sem var algjörlega ráðandi og ég gaf allnokkrar plöntur í þeim lit.

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon