Moskusrós er falleg planta sem blómstrar í ágúst og fram í september. Hún er ágætlega harðgerð, a.m.k. við rétt skilyrði. Hún þarf frekar sólríkan stað, en gerir engar sérstakar jarðvegskröfur svo framarlega sem jarðvegurinn er þokkalega framræstur. Hún á það jafnvel til að sá sér lítillega í góðum árum, ef hún nær að þroska fræ. Hún þarf stuðning, annars leggjast blómstönglarnir niður.
top of page
bottom of page