
'Plum Pudding' er yrki af tyrkjasól með purpuralitum blómum. Ég ræktaði hana af fræi frá Thompson & Morgan. Hún virðist ætla að þrífast ágætlega, en hún þarf, eins og önnur yrki þessarar tegundar, næringarríkan, vel framræstan jarðveg. Blautur, klesstur jarðvegur getur auðveldlega orðið henni að fjörtjóni.