Huldulykill
![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_5bfcb916238c4e598e4e98388dcc8361~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_666,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_5bfcb916238c4e598e4e98388dcc8361~mv2.jpg)
Crescendo serían eru blendingar af huldulykli í ýmsum litum. Ég átti von á meiri breytileika í litatónum þar sem þetta afbrigði ber nafnið Pink Shades, en allar plönturnar eru í þessum sterkbleika lit. Hann er mjög fallegur, en það á eftir að koma í ljós hvernig og hvort hann þrífst. Þessir huldulykilsblendingar eru frekar viðkvæmir og verða oftast skammlífir. Ég plantaði tveimur plöntum út í beð í fyrra og þær blómstruðu vel í vor. Vonandi koma þær upp aftur næsta vor.