Brúðurós
![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_98c50eddeb8a48ed8f75cbd1b518353a~mv2.jpeg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_98c50eddeb8a48ed8f75cbd1b518353a~mv2.jpeg)
'Metis' er harðgerð runnarós með glansandi grænu laufi og frekar smáum, fylltum, purpurableikum blómum. Þetta er blendingur brúðurósar (Rosa nitida) og ígulrósarinnar 'Thérèse Bugnet', ræktuð í Kanada og markaðssett árið 1967. Hún er öll mjög fíngerð, með grannar, rauðleitar greinar og verður varla meira en 1,5 m á hæð. Hún er nokkuð harðgerð, þó hún þurfi þokkalegt skjól.