Ígulrósarblendingar (Hybrid Rugosa) - Explorer serían
'Charles Albanel' er kanadískur ígulrósarblendingur sem tilheyrir Explorer-seríunni. Explorer-serían er afrakstur ræktunarátaks á vegum kanadíska landbúnaðarráðuneytisins sem miðaði að því að rækta fram harðgerðar, heilbrigðar rósir sem þola kanadískar frosthörkur. Þær eru því allar mjög frostþolnar, en þola misvel köld, íslensk rigningasumur.
"Harðgerð Kanadisk Ígulrós ilmar mikið blómstrar í júlí 1.5 m. á hæð H.2. Ísl."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009