Nútíma klifurrós (Modern Climber)
'Westerland' er nútíma klifurrós ræktuð af Reimer Kordes í Þýskalandi 1969. Hún er afkvæmi tveggja floribunda klasarósa, 'Friedrich Wörlein' (dökkgul) og 'Circus' (gul/kóralrauð). Blómin eru fyllt og mikið ilmandi. Þau opnast appelsínugul og fölna svo með tímanum yfir í ferskjubleikan. Hún er frekar viðkvæm og þarf bestu skilyrði til að vaxa utandyra. Ég hef bara reynslu af henni í gróðurhúsi.
Hver er ykkar reynsla af þessari rós?