Nútíma runnarós (Modern Shrub)
'Prairie Dawn' er kanadísk nútíma runnarós sem blómstrar fylltum, bleikum blómum. Hún er afkvæmi nútímarósarinnar 'Prairie Youth' og frærósar af 'Ross Rambler' x afkvæmi af 'Dr. van Fleet' og þyrnirósarinnar R. pimpinellifolia var. altissima. Hún er sögð nokkuð harðgerð, en ég hef ekki reynslu af henni sjálf. Mjög blómsæl rós sem getur náð 2 m hæð.
Hvernig er ykkar reynsla af þessari rós?