top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa Hybrid Musk 'Menja'

Moskusrósablendingur (Hybrid Musk)




'Menja' er moskusrósablendingur með margblóma klösum af smáum bleikum blómum. Þau eru einföld, fölbleik að innan og dekkri að utan og opnast aldrei til fulls, svo þau eru skálalaga útsprungin. Þessi rós var ræktuð af Valdemar Petersen í Danmörku og sett á markað 1960. Foreldrarnir eru moskusrósablendingurinn 'Eva' og rósin 'Kliftsgate'. Hún er frekar viðkvæm og þarf mjög góða vetrarskýlingu, besta stað í garðinum og mikið dekur til að lifa og blómstra. Hún myndi örugglega njóta sín best í gróðurhúsi, en lifði í nokkur ár í gamla garðinum mínum.

3 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page