top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Juniperus squamata 'Blue Carpet'

Himalajaeinir



ree

'Blue Carpet' er jarðlægt afbrigði af himalajaeini með blágrænu barri. Það er mjög flatvaxta og verður varla meira en 20 cm á hæð, en getur breitt töluvert úr sér. Hann þrífst best í sól eða hálfskugga í frekar rýrum, sendnum, vel framræstum jarðvegi. Ég hef átt hann í nokkur ár og hann hefur þrifist ágætlega, en hann skemmdist töluvert síðastliðinn vetur, sem fór sérstaklega illa með margar sígrænar barrtegundir. Það gildir því það sama og um aðrar sígrænar tegundir að það getur verið best að planta þeim þar sem þær eru í morgunskugga snemma á vorin.


Hver er ykkar reynsla af þessari tegund?

6 Views

Members

  • Rannveig
    Rannveig

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page