top of page

Anemone sylvestris

Rjóðursnotra

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Height

meðalhá, um 40 cm

Flower color

hvítur

Flowering

júní

Leaf color

grænn

Lighting conditions

hálfskuggi

Soil

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgerð

Homecoming

Mið- og V-Evrópa

Snotrur, Anemone, tilheyra sóleyjaætt, Ranunculaceae og líkjast mjög sóleyjum. Þær vaxa einkum á norðlægum slóðum og upp til fjalla. Margar blómstra á vorin eða snemmsumars, þó nokkrar, eins og haustsnotra, blómstri síðsumars.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning að hausti. Fræ geymist illa svo best er að geyma það í kæli þar til því er sáð.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram á vor.  Spírar best við 20°C svo best er að taka sáninguna inn þegar fer að hlýna.


Sáning að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar. Ef fræ spírar ekki er best að setja það í kæli í 4-6 vikur. 

Falleg skógarplanta sem blómstrar stórum, hvítum blómum í júní. Hún er nokkuð skuggþolin, en vex betur í hálfskugga í vel framræstum, rökum jarðvegi. Sáir sér lítillega.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page