top of page
Mýrastigi

Aurinia saxatilis

Alyssum saxatile

Bergnál

Krossblómaætt

Brassicaceae

Height

lágvaxin, um 15-30 cm

Flower color

gulur

Flowering

júní- september

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

sendinn, vel framræstur jarðvegur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

þolir illa vetrarbleytu og verður oft skammlíf sunnanlands.

Homecoming

S-Evrópa og Mið-Asía

Ættkvíslin Alyssum, nálablóm, tilheyrir krossblómaætt, Brassicaceae. Þetta er nokkuð stór ættkvísl líkra tegunda sem eiga heimkynni við Miðjarðarhaf og austur til Mið-Asíu. Margar eru lágvaxnar fjallaplöntur, flestar með klasa lítilla hvítra eða gulra blóma. Þær þrífast best í sendnum, vel framræstum jarðvegi á sólríkum stað. Ættkvíslin Aurinia er náskyld ættkvísl sem nokkrar tegundir sem áður voru flokkaðar til Alyssum ættkvíslarinnar hafa verið færðar í. Þær blómstra allar gulum blómum og eiga heimkynni í Mið- og S-Evrópu.

Fjölgun:


Sumargræðlingar.

Blómlaus stilkur rifinn frá alveg niður við jörð og stungið í vikurblandaða pottamold. Haldið röku á skýldum stað, ekki í sterkri sól þar til græðlingurinn hefur rótað sig.


Sáning - sáð að vori.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar gulum blómum mest allt sumarið. Þarf vel framræstan jarðveg og sólríkan stað. Hún er viðkvæm fyrir vetrarbleytu og er yfirleitt skammlíf, en það má halda henni við með sumargræðlingum og geyma í reit yfir veturinn.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page