Bergnál er falleg steinhæðaplanta með heiðgulum blómum sem stendur í blóma mest allt sumarið. Hún var stjarnan í steinbeðinu mínu sumarið sem hún blómstraði, en því miður lifði hún ekki veturinn. Hún þolir illa vetrarumhleypinga, en ef maður vill hafa smá fyrir lífinu, er hægt að halda henni við með því að geyma hana í reit yfir veturinn.
top of page
bottom of page